Húsið á Eyrarbakka 250 ára Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:00 Lýður Pálsson er forstöðumaður Hússins og skrifaði bók um það á seinasta ári. Mynd/Aðsend Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira