Húsið á Eyrarbakka 250 ára Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:00 Lýður Pálsson er forstöðumaður Hússins og skrifaði bók um það á seinasta ári. Mynd/Aðsend Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“ Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á sunnudaginn verður haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Húsið var byggt árið 1765 þegar nokkur hús af þessari gerð voru flutt til landsins. Húsið var upphaflega vetursetur fyrir kaupmennina í grenndinni. Í dag hýsir það grunnsýningu byggðasafns Árnesinga þar sem lögð er sérstök áhersla á sögu hússins. Verslunarhúsin sem stóðu í kring voru öll rifin 1950 á haftatímum vegna þess að það þurfti að nýta viðinn annars staðar, en Húsið fékk að standa og er í dag í góðu ásigkomulagi. Eftir að verslun nánast lagðist niður á svæðinu stóð Húsið eftir tómt og niðurnítt þegar hjón úr Reykjavík keyptu það og gerðu það alveg upp árið 1932. Það er óljóst hvers vegna þau ákváðu að bjarga húsinu en það kom í veg fyrir að það yrði rifið. Húsið er elsta timburhúsið á Suðurlandi og er eitt af tíu elstu húsunum á Íslandi. Það var aftur gert upp 1979 þegar við tóku nýir eigendur sem tóku það í nefið og enduðu með að búa þar um skeið. Á sunnudaginn næsta verður haldið upp á stórafmælið með fyrirlestri, tónleikum og veitingum. „Það eru margir sem eiga tengsl við þetta hús og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Við munum fara yfir sögu Hússins og spila tónlist sem tengist Húsinu. Síðan verðum við með kaffi og kökur fyrir gestina. Það er ekki á hverjum degi sem hús verður 250 ára,“ segir Lýður Pálsson, sem er forstöðumaður Hússins. „Ég er mjög vel að mér í sögu Hússins. Ég skrifaði bók um það fyrir ári og er alltaf að lesa mér meira og meira til um það og sögu þess. Þegar Húsið var byggt bjuggu bæjarbúar enn í torfkofum og þótti Húsið vera mjög glæsilegt. Þetta var mikið menningarheimili á sínum tíma en oft var erfitt fyrir verslunarmennina að ná endum saman enda mikil fátækt á þessum tíma. Nafn Hússins er stytting á Kaupmannshúsinu sem það var oft kallað.“
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“