Stekkur á milli kórs og orgels Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 11:30 Lára Bryndís leikur við soninn Ágúst Ísleif Ágústsson sem er nýorðinn sjö ára. Vísir/Andri Marinó „Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“ Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti glaðlega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan hjá Láru Bryndísi eru þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kammerkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Aðrir tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæjandi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgelverk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“
Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“