Leikið á stærstu flautu landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 09:45 Júlíana Rún og Pamela með hljóðfærin. Eins og sjá má er kontrabassaflautan engin smásmíði. „Við Pamela ætlum að frumflytja verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir dúóið okkar, með djúpu kontrabassaflautuna hennar Pamelu í huga, sem er miklu stærri en venjuleg flauta og sú eina sinnar tegundar á landinu,“ segir Júlíana Rún píanóleikari um tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Tónleikarnir heita In Kontra, það nafn vísar bæði í kontrabassa og ítalska orðið incontrare, sem þýðir að hittast. Pamela segir kontrabassaflautuna magnað hljóðfæri sem hún hafi kynnst hjá kennara sínum í Zürik. En kontrabassaflauta eigi sér aðeins um tveggja áratuga sögu sem einleikshljóðfæri, því sé fremur lítið til af lögum fyrir hana. „Mér finnst skemmtilegt að hafa getað keypt svona flautu og komið með hana heim því við við Íslendingar eigum svo frábær tónskáld og sum þeirra hafa samið tónlist fyrir þetta góða hljóðfæri. Það verður gaman að kynna hana bæði hér heima og erlendis.“ Lögin sem frumflutt verða eru eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson. Auk þeirra flytja þær stöllur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við Pamela ætlum að frumflytja verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir dúóið okkar, með djúpu kontrabassaflautuna hennar Pamelu í huga, sem er miklu stærri en venjuleg flauta og sú eina sinnar tegundar á landinu,“ segir Júlíana Rún píanóleikari um tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Tónleikarnir heita In Kontra, það nafn vísar bæði í kontrabassa og ítalska orðið incontrare, sem þýðir að hittast. Pamela segir kontrabassaflautuna magnað hljóðfæri sem hún hafi kynnst hjá kennara sínum í Zürik. En kontrabassaflauta eigi sér aðeins um tveggja áratuga sögu sem einleikshljóðfæri, því sé fremur lítið til af lögum fyrir hana. „Mér finnst skemmtilegt að hafa getað keypt svona flautu og komið með hana heim því við við Íslendingar eigum svo frábær tónskáld og sum þeirra hafa samið tónlist fyrir þetta góða hljóðfæri. Það verður gaman að kynna hana bæði hér heima og erlendis.“ Lögin sem frumflutt verða eru eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson. Auk þeirra flytja þær stöllur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“