Shady Owens syngur inn á plötu Dr. Gunna Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. júní 2015 08:30 Shady Owens og Dr. Gunni áttu góð stund á Íslandi en hún hefur ekki sungið inn á íslenska hljómplötu í fjölmörg ár. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vinnur nú að nýrri plötu, en það er þó engin önnur en söngkonan Shady Owens sem syngur eitt lag á plötunni. „Ég held að Shady hafi örugglega ekki sungið inn á plötu hér á Íslandi síðan hún var í Náttúru, eða allavega í mjög langan tíma,“ segir Gunni en nýja platan er unnin í tilefni þess að hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í október. „Platan heitir 7. október og á að koma út þá, enda er það afmælisdagurinn minn,“ segir Gunni léttur í lundu. Platan kemur út á tvenns konar útgáfum, annars vegar á kassettu og hins vegar á tíu tommu plötu. Doktorinn segir ástæðuna fyrir því að hann hafi fengið Shady til þess að syngja á plötunni vera einfalda. „Hún var stödd á landinu vegna annarra verkefna sem ég er að vinna og það var því alveg kjörið að nýta tækifærið fyrst hún var hér,“ segir Dr. Gunni spurður út í samstarfið. Shady Owens, sem er nú búsett í London, er líklega best þekkt fyrir söng sinn með hljómsveitum á borð við Óðmenn, Hljóma, Trúbrot og Náttúru. Lögin á plötunni eru öll samin af Gunnari sjálfum og alla textana orti hann sjálfur nema einn. „Það er einn texti þarna sem er eftir Þorstein Eggertsson. Reyndar er eitt lag þarna eftir óþekktan götusala í New York en það er bara tólf sekúndna langt,“ segir Gunni og hlær. Farið er um víðan völl á plötunni, enda hefur Doktorinn búið til alls kyns tónlist á sínum langa ferli. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri allt á einni plötu. Þarna er allt frá barnamúsík sem fjallar um gúmmíönd yfir í hávaðapönk og allt þar á milli.“ Ásamt Shady Owens er fleiri gestasöngvara að finna á plötunni en Doktorinn vill þó ekki gefa of mikið upp að svo stöddu. „Dj. flugvél og geimskip syngur á plötunni en ég get ekki gefið upp fleiri nöfn núna,“ bætir Gunni við og glottir. Inn á plötuna leikur hljómsveit sem skipuð er þeim Grími Atlasyni bassaleikara, Guðmundi Birgi Halldórssyni gítarleikara og Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara en þeir mynda hljómsveit sem heitir einfaldlega Dr. Gunni. Sú sveit ætlar að koma fram á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi sem fram fer á Neskaupstað dagana 8.-11. júlí. „Við ætlum að spila bestu lög ferilsins og rokka af okkur sokkana.“ Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vinnur nú að nýrri plötu, en það er þó engin önnur en söngkonan Shady Owens sem syngur eitt lag á plötunni. „Ég held að Shady hafi örugglega ekki sungið inn á plötu hér á Íslandi síðan hún var í Náttúru, eða allavega í mjög langan tíma,“ segir Gunni en nýja platan er unnin í tilefni þess að hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í október. „Platan heitir 7. október og á að koma út þá, enda er það afmælisdagurinn minn,“ segir Gunni léttur í lundu. Platan kemur út á tvenns konar útgáfum, annars vegar á kassettu og hins vegar á tíu tommu plötu. Doktorinn segir ástæðuna fyrir því að hann hafi fengið Shady til þess að syngja á plötunni vera einfalda. „Hún var stödd á landinu vegna annarra verkefna sem ég er að vinna og það var því alveg kjörið að nýta tækifærið fyrst hún var hér,“ segir Dr. Gunni spurður út í samstarfið. Shady Owens, sem er nú búsett í London, er líklega best þekkt fyrir söng sinn með hljómsveitum á borð við Óðmenn, Hljóma, Trúbrot og Náttúru. Lögin á plötunni eru öll samin af Gunnari sjálfum og alla textana orti hann sjálfur nema einn. „Það er einn texti þarna sem er eftir Þorstein Eggertsson. Reyndar er eitt lag þarna eftir óþekktan götusala í New York en það er bara tólf sekúndna langt,“ segir Gunni og hlær. Farið er um víðan völl á plötunni, enda hefur Doktorinn búið til alls kyns tónlist á sínum langa ferli. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri allt á einni plötu. Þarna er allt frá barnamúsík sem fjallar um gúmmíönd yfir í hávaðapönk og allt þar á milli.“ Ásamt Shady Owens er fleiri gestasöngvara að finna á plötunni en Doktorinn vill þó ekki gefa of mikið upp að svo stöddu. „Dj. flugvél og geimskip syngur á plötunni en ég get ekki gefið upp fleiri nöfn núna,“ bætir Gunni við og glottir. Inn á plötuna leikur hljómsveit sem skipuð er þeim Grími Atlasyni bassaleikara, Guðmundi Birgi Halldórssyni gítarleikara og Kristjáni Frey Halldórssyni trommuleikara en þeir mynda hljómsveit sem heitir einfaldlega Dr. Gunni. Sú sveit ætlar að koma fram á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi sem fram fer á Neskaupstað dagana 8.-11. júlí. „Við ætlum að spila bestu lög ferilsins og rokka af okkur sokkana.“
Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira