Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. september 2025 07:01 Edda Mjöll Karlsdóttir rekur veisluþjónustuna Eddu veisla og býður upp á stórglæsilega ostabakka. Vísir/Anton Brink „Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið. Edda Mjöll Karlsdóttir er fædd árið 1994 og er í sambúð með Tómasi Orra Almarssyni. Saman eiga þau dótturina Ragnheiði Mjöll og búa í Garðabæ, þar sem Edda Mjöll leikur listir sínar í eldhúsinu og heldur utan um sívaxandi veisluþjónustu. Edda Mjöll útbjó þennan mjög svo girnilega ostabakka.Vísir/Anton Brink Mótefni við vanlíðan Eddu-veisla býður upp á lúxus ostabakka sem slegið hafa í gegn á undanförnum árum. Verkefnum spratt upp úr mikilli sorg í lífi Eddu Mjallar. „Ég var að ganga í gegnum rosalega erfitt tímabil í desember 2021. Ég var að glíma við þunglyndi og mér leið hræðilega illa og var mjög ólík sjálfri mér,“ segir hún. „Alla tíð þegar mér hefur liðið illa hef ég reynt að föndra eitthvað eða skapa með höndunum því þannig líður mér betur. Ég er með smá fullkomnunaráráttu en ég bara elska að dunda í höndunum og finna róna sem kemur út frá því. Ég byrjaði að baka og selja kökur fjórtán ára gömul og það var svo gaman að enduruppgötva þessa ástríðu.“ Eins og ský hefði dregið frá sólu Um jólin 2021 ákveður fjölskylda Eddu Mjallar að fara öll saman til Tenerife í hús þar sem þau eyddu góðum stundum í eldhúsinu. Edda Mjöll leggur mikla ástríðu í hvern einasta bakka.Vísir/Anton Brink „Mamma vissi alveg hversu illa mér leið og hún var alltaf að reyna að hífa mig upp og láta mér líða betur. Einn daginn spurði hún hvort ég væri ekki til í að undirbúa einhvern skemmtilegan forrétt. Það er frekar fyndið að hugsa til þess að ég fór algjörlega á flug og var svo spennt, sem ég hafði ekki fundið fyrir lengi. Ég fann svo mikla gleði við það að dunda mér í eldhúsinu og það var bara eins og ský hefði dregið frá sólu. Þarna hugsaði ég: „Nú ætla ég að rífa mig upp og finna gleðina“ og þannig í raun byrjar þetta. Mamma birtir svo myndir af þessum ostabakka sem ég gerði á Tenerife á Facebook hjá sér og það fær rosalega skemmtileg viðbrögð. Vinkonur mömmu byrja í kjölfarið að senda á mig hvort þær gætu pantað svona veislubakka hjá mér.“ Endurheimti ljósið sitt Út frá þessu byrjaði boltinn að rúlla. „Því fleiri pantanir sem ég fékk því betur leið mér. Það er rosalega mikil tilfinning á bak við þetta verkefni og þetta skiptir mig svo miklu máli því ég komst í gegnum svo dimma tíma. Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur.“ Edda Mjöll segist hafa endurheimt ljósið sitt þegar hún byrjaði með Eddu-veislu.Vísir/Anton Brink Edda Mjöll segist gjarnan gleyma stað og stund þegar hún setur saman þessa bakka. „Ég dett algjörlega inn í eitthvað zone og er búin að sjá fyrir mér nákvæmlega hvernig ég vil hafa þetta. Það er heljarinnar ferli að gera risastóru ostaborðin mín og það er svo gaman að flæða í gegnum þetta og sjá ljóslifandi fyrir mér hvernig ég vil að útkoman verði. Þarna er ég bara að tjá mig í gegnum föndur og þetta er list fyrir mér. Mér finnst svo ótrúlega gaman að elda og útbúa mat fyrir annað fólk, það er mitt ástartungumál.“ Veislubakki og jafnframt listaverk eftir Eddu Mjöll.Vísir/Anton Brink Einhleypuauglýsing kveikti aftur neistann Edda Mjöll og fjölskylda hennar vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar auglýsti hana og bróður hennar sem einhleyp í von um að koma þeim út. Blaðamaður varð að spyrja Eddu hvort auglýsingin hefði skilað sér með nýjum maka. „Nei í rauninni ekki en það endurkveikti neistann hjá mínum manni en við Tómas vorum semsagt gamalt par og byrjuðum aftur saman eftir þetta,“ segir Edda Mjöll kímin. Það er nóg á döfinni hjá henni sem er ein á bak við Eddu veislu en verður þó að koma því áleiðis hve mikið móðir hennar og bróðir hafa hjálpað henni. „Þau eru algjörir klettar og hafa stutt svo mikið við bakið á mér í þessu. Þegar ég fékk til dæmis fyrstu stóru pöntunina hjálpuðu þau mér alveg rosalega.“ Segir alltaf já Edda Mjöll segir magnað hversu mörg tækifæri hafi komið út frá þessu og hve náttúrulega þetta hefur þróast hjá henni. „Svo mörg tækifæri hafa fallið í hendurnar á mér og ég hef alltaf gert mitt allra besta, lagt allt mitt í þetta og reynt að hafa þetta fullkomið. En það er alltaf þannig að eitt leiðir af öðru. Til dæmis hafði ég bara verið að gera minni útgáfur af ostabökkum þegar ég fæ fyrirspurn hvort ég geti gert heilt stórt ostaborð fyrir brúðkaup. Ég hafði aldrei gert það áður en ég sagði bara já því ég segi bara alltaf já,“ segir hún og brosir. View this post on Instagram A post shared by Eddu Veisla (@edduveisla) „Það heppnaðis alveg ótrúlega vel, brúðhjónin voru í skýjunum og fólk tók eftir þessu. Brúðurin fór í viðtal um brúðkaupið þannig þetta dreifðist víða og í kjölfarið fóru pantanir að raðast inn.“ Veitir undantekningarlaust hamingju Hún ætlar sér svo sannarlega ekki að stoppa hér og langar alla leið með þetta ástríðuverkefni. „Rauði þráðurinn er að þetta er bara svo kærkomið, mér þykir svo vænt um þetta og þetta breytt lífi mínu algjörlega. Ég elska að gera þetta og þetta veitir mér alltaf undantekningarlaust hamingju og gleði, þótt það sé auðvitað stress líka sem er bara skemmtilegt. Ég er með svo mikið af hugmyndum sem ég hlakka til að þróa lengra og framkvæma. Fólk hugsar kannski þetta eru bara ostabakkar en þetta er svo miklu meira fyrir mér, þetta er bara fyrst og fremst ástríða, ég legg allt í þetta og ég hlakka til að sjá hvert þetta fer með mig á komandi tímum,“ segir Edda Mjöll ákveðin og glöð í bragði að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eddu Veisla (@edduveisla) Hér má nálgast heimasíðu Eddu-veislu. Matur Geðheilbrigði Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira
Edda Mjöll Karlsdóttir er fædd árið 1994 og er í sambúð með Tómasi Orra Almarssyni. Saman eiga þau dótturina Ragnheiði Mjöll og búa í Garðabæ, þar sem Edda Mjöll leikur listir sínar í eldhúsinu og heldur utan um sívaxandi veisluþjónustu. Edda Mjöll útbjó þennan mjög svo girnilega ostabakka.Vísir/Anton Brink Mótefni við vanlíðan Eddu-veisla býður upp á lúxus ostabakka sem slegið hafa í gegn á undanförnum árum. Verkefnum spratt upp úr mikilli sorg í lífi Eddu Mjallar. „Ég var að ganga í gegnum rosalega erfitt tímabil í desember 2021. Ég var að glíma við þunglyndi og mér leið hræðilega illa og var mjög ólík sjálfri mér,“ segir hún. „Alla tíð þegar mér hefur liðið illa hef ég reynt að föndra eitthvað eða skapa með höndunum því þannig líður mér betur. Ég er með smá fullkomnunaráráttu en ég bara elska að dunda í höndunum og finna róna sem kemur út frá því. Ég byrjaði að baka og selja kökur fjórtán ára gömul og það var svo gaman að enduruppgötva þessa ástríðu.“ Eins og ský hefði dregið frá sólu Um jólin 2021 ákveður fjölskylda Eddu Mjallar að fara öll saman til Tenerife í hús þar sem þau eyddu góðum stundum í eldhúsinu. Edda Mjöll leggur mikla ástríðu í hvern einasta bakka.Vísir/Anton Brink „Mamma vissi alveg hversu illa mér leið og hún var alltaf að reyna að hífa mig upp og láta mér líða betur. Einn daginn spurði hún hvort ég væri ekki til í að undirbúa einhvern skemmtilegan forrétt. Það er frekar fyndið að hugsa til þess að ég fór algjörlega á flug og var svo spennt, sem ég hafði ekki fundið fyrir lengi. Ég fann svo mikla gleði við það að dunda mér í eldhúsinu og það var bara eins og ský hefði dregið frá sólu. Þarna hugsaði ég: „Nú ætla ég að rífa mig upp og finna gleðina“ og þannig í raun byrjar þetta. Mamma birtir svo myndir af þessum ostabakka sem ég gerði á Tenerife á Facebook hjá sér og það fær rosalega skemmtileg viðbrögð. Vinkonur mömmu byrja í kjölfarið að senda á mig hvort þær gætu pantað svona veislubakka hjá mér.“ Endurheimti ljósið sitt Út frá þessu byrjaði boltinn að rúlla. „Því fleiri pantanir sem ég fékk því betur leið mér. Það er rosalega mikil tilfinning á bak við þetta verkefni og þetta skiptir mig svo miklu máli því ég komst í gegnum svo dimma tíma. Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur.“ Edda Mjöll segist hafa endurheimt ljósið sitt þegar hún byrjaði með Eddu-veislu.Vísir/Anton Brink Edda Mjöll segist gjarnan gleyma stað og stund þegar hún setur saman þessa bakka. „Ég dett algjörlega inn í eitthvað zone og er búin að sjá fyrir mér nákvæmlega hvernig ég vil hafa þetta. Það er heljarinnar ferli að gera risastóru ostaborðin mín og það er svo gaman að flæða í gegnum þetta og sjá ljóslifandi fyrir mér hvernig ég vil að útkoman verði. Þarna er ég bara að tjá mig í gegnum föndur og þetta er list fyrir mér. Mér finnst svo ótrúlega gaman að elda og útbúa mat fyrir annað fólk, það er mitt ástartungumál.“ Veislubakki og jafnframt listaverk eftir Eddu Mjöll.Vísir/Anton Brink Einhleypuauglýsing kveikti aftur neistann Edda Mjöll og fjölskylda hennar vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar auglýsti hana og bróður hennar sem einhleyp í von um að koma þeim út. Blaðamaður varð að spyrja Eddu hvort auglýsingin hefði skilað sér með nýjum maka. „Nei í rauninni ekki en það endurkveikti neistann hjá mínum manni en við Tómas vorum semsagt gamalt par og byrjuðum aftur saman eftir þetta,“ segir Edda Mjöll kímin. Það er nóg á döfinni hjá henni sem er ein á bak við Eddu veislu en verður þó að koma því áleiðis hve mikið móðir hennar og bróðir hafa hjálpað henni. „Þau eru algjörir klettar og hafa stutt svo mikið við bakið á mér í þessu. Þegar ég fékk til dæmis fyrstu stóru pöntunina hjálpuðu þau mér alveg rosalega.“ Segir alltaf já Edda Mjöll segir magnað hversu mörg tækifæri hafi komið út frá þessu og hve náttúrulega þetta hefur þróast hjá henni. „Svo mörg tækifæri hafa fallið í hendurnar á mér og ég hef alltaf gert mitt allra besta, lagt allt mitt í þetta og reynt að hafa þetta fullkomið. En það er alltaf þannig að eitt leiðir af öðru. Til dæmis hafði ég bara verið að gera minni útgáfur af ostabökkum þegar ég fæ fyrirspurn hvort ég geti gert heilt stórt ostaborð fyrir brúðkaup. Ég hafði aldrei gert það áður en ég sagði bara já því ég segi bara alltaf já,“ segir hún og brosir. View this post on Instagram A post shared by Eddu Veisla (@edduveisla) „Það heppnaðis alveg ótrúlega vel, brúðhjónin voru í skýjunum og fólk tók eftir þessu. Brúðurin fór í viðtal um brúðkaupið þannig þetta dreifðist víða og í kjölfarið fóru pantanir að raðast inn.“ Veitir undantekningarlaust hamingju Hún ætlar sér svo sannarlega ekki að stoppa hér og langar alla leið með þetta ástríðuverkefni. „Rauði þráðurinn er að þetta er bara svo kærkomið, mér þykir svo vænt um þetta og þetta breytt lífi mínu algjörlega. Ég elska að gera þetta og þetta veitir mér alltaf undantekningarlaust hamingju og gleði, þótt það sé auðvitað stress líka sem er bara skemmtilegt. Ég er með svo mikið af hugmyndum sem ég hlakka til að þróa lengra og framkvæma. Fólk hugsar kannski þetta eru bara ostabakkar en þetta er svo miklu meira fyrir mér, þetta er bara fyrst og fremst ástríða, ég legg allt í þetta og ég hlakka til að sjá hvert þetta fer með mig á komandi tímum,“ segir Edda Mjöll ákveðin og glöð í bragði að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eddu Veisla (@edduveisla) Hér má nálgast heimasíðu Eddu-veislu.
Matur Geðheilbrigði Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Sjá meira