Lífið

Ragn­hildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur Steinunn og Steindi fara með hlutverk í þáttunum.
Ragnhildur Steinunn og Steindi fara með hlutverk í þáttunum. Hulda Margrét

Það var margt um manninn á forsýningu grínþáttaraðarinnar Brjáns í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Áhorfendur virtust afar hrifnir og ómuðu hlátrarsköll um salinn.

Sigurjón Kjartansson er leikstjóri og framleiðandi þáttanna en handritið skrifa þau Karen Björg Þorsteinsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundarson eftir hugmynd Erlings Jacks Guðmundssonar, sem lék með Þrótti um árabil.

Sjá: Brjánn hefur göngu sína í haust - „Erum við að falla úr efstu deild í Norður Kóreu?“

Halldór Gylfason leikur „köttarann“ og elífðarunglinginn Brján en auk hans leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Karen Björg Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Sigurjónsson og ýmsir fleiri.

Áskrifendur Sýnar+ eiga von á góðu á sunnudagskvöld þegar fyrsti þátturinn fer í loftið.

Hulda Margrét ljósmyndari mætti á svæðið og myndaði gleðskapinn.

Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.