Óbærilegur hávaði sem fáir fundu fyrir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Meirihluti viðmælenda kannaðist ekki við óbærilegan hávaða frá Secret Solstice sem minnihlutinn kvartaði yfir. Fréttablaðið/Andri Marínó Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira