Málar hápólitískan kolkrabba á húsvegg Guðrún Ansnes skrifar 18. júní 2015 10:00 Edda er mikil listakona og mun setjast á skólabekk í haust þar sem hún ætlar að leggja grafíska hönnun fyrir sig. Vísir/Stefán „Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum. Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum.
Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“