Sérstakir staðir sem breyta öllu Magnús Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 12:00 Akranesviti er einn þeirra staða þar sem Anna hyggur á tónleika í sumar. Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“