Geislafræðingar nauðsynlegir í heilbrigðiskerfi nútímans Nemendur í geislafræði skrifar 4. júní 2015 08:45 Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar