Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2015 09:30 Ríflega 800 íbúar sendu inn neikvæða umsögn til bæjaryfirvalda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Einnig bárust umsagnir frá Hraunavinum, álfum, huldufólki og dvergum. Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra. Suðurnesjalína 2 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira