Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2015 09:30 Ríflega 800 íbúar sendu inn neikvæða umsögn til bæjaryfirvalda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Einnig bárust umsagnir frá Hraunavinum, álfum, huldufólki og dvergum. Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra. Suðurnesjalína 2 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira