Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Hluti samninganefndar BHM á fundi í karphúsinu í síðasta mánuði. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tímanum frestað þar til síðdegis í dag. Fréttablaðið/Valli Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag. Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag.
Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira