Boða aðgerðir upp á 34 milljarða króna 30. maí 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór fyrir ráðherrum í gær þegar umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum voru kynntar. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira