Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 10:00 Geislafræðingar sátu fund klukkan tíu í gærmorgun en brugðust skjótt við þegar fregnir af alvarlegu slysi bárust. Vísir/Vilhelm Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu. Verkfall 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu.
Verkfall 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira