AGS óttast að kjaradeilur geti grafið undan stöðugleikanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að þrátt fyrir skammtíma óstöðugleika geti Íslendingar haldið áfram með afnám hafta. fréttablaðið/gva Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil. Verkfall 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Deilur á vinnumarkaði gætu stefnt efnahagslegum stöðugleika í hættu, í það minnsta til skamms tíma. Þetta segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland, og Ghada Fayad, fulltrúi í sendinefndinni, kynntu yfirlýsingu nefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ágreiningurinn á vinnumarkaðnum gæti grafið undan þeim vexti og stöðugleika sem hefur náðst allt frá bankahruni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að vinna saman að því að ná kjarasamningum sem verða til þess að varðveita stöðugleika, samkeppnishæfni og sjálfbæran vöxt. Ef miklar launahækkanir verða, langt umfram framleiðnivöxt og verðbólgumarkmið, þurfi að grípa til viðbragða til þess að halda stöðugleikanum. Þetta þýði aðhaldssamari peningamálastefnu og aðhaldssamari stefnu í opinberum fjármálum. „Ísland virðist vera reiðubúið til þess að stíga skref varðandi frjálsari fjármagnsflutninga en neikvæð áhrif mikilla launahækkana, einkum á samkeppnishæfni Íslands, mun hægja á því ferli,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður kjarasamninga séu vísbendingar um að launahækkanir á þriggja ára samningstíma verði sennilegast vel yfir áætlaðri framleiðniaukningu og verðbólgumarkmiði á Íslandi og umfram launahækkanir í helstu viðskiptaríkjum Íslands. Þetta muni leiða til þess að verðbólga fari vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans, setji þrýsting í fjármálum, dragi úr trausti og úr samkeppnishæfni. Allt þetta muni versna enn frekar ef ytri aðstæður auka á vandann, svo sem aðstæður á evrusvæðinu. Verði miklar nafnlaunahækkanir að veruleika telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að herða þurfi peningamálastefnuna á næstu árum til þess að verðbólgan verði við verðbólgumarkmiðið. Bregðist Seðlabankinn þannig við ætti landsframleiðsla að geta aukist á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu eftir launahækkanir, aukinnar fjárfestingar og vaxandi ferðaþjónustu. Við þessar aðstæður myndi verðbólga ná hámarki árið 2016 og ná síðan verðbólgumarkmiði að nýju. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af stöðunni á vinnumarkaði eru í takti við þær áhyggjur sem lýst var í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út fyrr í mánuðinum. „Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna,“ segir í Peningamálum. Þar segir einnig að samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist meðal annars í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta.Álit VR á skjön við álit Seðlabankans Fullyrt hefur verið að kjarasamningar 2011 hafi leitt til verðbólguskots. En ekki eru allir sammála um áhrif launahækkana á verðbólgu. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, sagði í pistli á vef félagsins fyrr í vetur að fjölmargir þættir hafi áhrif á verðlag og laun séu eflaust einn af þeim. Hann segir hlutdeild launa þó vera töluvert minni en almennt sé haldið fram. Verðbólga hafi verið lág í vetur vegna gífurlegrar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og tiltölulega lítilla sveiflna í gengi krónunnar. Árið 2011, þegar kjarasamningar voru gerðir, hafi þessu verið öfugt farið. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið búið að hækka um 35 prósent sex mánuði fyrir kjarasamningsbundna hækkun launa í júní 2011 og gengið búið að veikjast um 6,3 prósent yfir sama tímabil.
Verkfall 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent