Segir ekki langt eftir í líftauginni Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2015 07:00 Guðný Tómasdóttir með grís í fanginu. Mynd/Ormsstaðir „Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00
Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent