Fram þjáðir menn í þúsund löndum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Lögregla áætlar að um 9000 manns hafi mætt í kröfugöngu Fréttablaðið/Pjetur „Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn. Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn.
Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira