Veljum réttlæti Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar