Jöfnuður er síst of mikill Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar