Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot sveinn arnarsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot framin á virkum dögum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar séu hjúkrunarfræðingar skikkaðir til að ganga í störf þeirra. fréttablaðið/auðunn Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira