Skoðaðu samhengið Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 11:00 Á sýningunni gefur víða að líta muni frá ólíkum tíma sem tengjast þó jafnvel með óvæntum hætti. Visir/Ernir Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem myndlist. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk liðinna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleirum í aðdraganda opnunarinnar.Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar.Visir/Ernir„Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaflega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til samverustunda fyrir börn og fullorðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðsluefni sem virkar eins og hjálpartæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þrautir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til samverustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sérsniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira