Mikilvægi skaðaminnkandi þjónustu og heilsuverndar Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins.