Langbesta fullveldisgjöfin Elín Hirst skrifar 10. apríl 2015 07:00 Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.