Sýnir þörfina á millidómstigi fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Brynjar Níelsson Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira