Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2015 07:00 Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi. Flóttamenn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.
Flóttamenn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira