Fjárráð gamla fólksins Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar