Breytti lögunum og bætti inn djóki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2015 10:00 „Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu,“ segir Halldór sem situr við hljóðfærið. fréttablaðið/GVA Fréttablaðið/GVA „Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik. Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik.
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“