Lífið

Svaraði eigin­manninum fyrr­verandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Halle Berry naut sín greinilega á afmælisdaginn sem var í gær, 14. ágúst, og birti Instagram-færslu af því tilefni.
Halle Berry naut sín greinilega á afmælisdaginn sem var í gær, 14. ágúst, og birti Instagram-færslu af því tilefni.

Leikkonan Halle Berry hefur svarað yfirlýsingum fyrrverandi eiginmanns síns, Davids Justice, um skilnað þeirra árið 1997. Justice sagði nýlega að slitnað hefði upp úr hjónabandi þeirra vegna væntinga hans til heimilisstarfa hennar.

David Justice, sem er fyrrverandi hafnaboltamaður var í viðtali í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke fyrir viku síðan þar sem hann sagði að brestir hafi myndast í hjónaband þeirra vegna vanvirkni hennar við heimilisstörf. Hún hefði ekki eldað og þrifið og ekki verið sérlega móðurleg týpa.

Berry hefur ekkert tjáð sig formlega um yfirlýsingarnar en birti hins vegar Instagram-færslu í dag úr 59 ára afmælisfögnuði sínum frá því í gær, 14. ágúst, á ónefndum suðrænum strandstað. Við færsluna skrifaði hún skýr skilaboð til Justice: 

„Fjúff...! Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“.

Van Hunt og Halle nutu sín greinilega.

Berry birti tíu myndir í færslunni. Þó nokkuð margar voru af henni sjálfri að njóta sólarinnar á bikiníi með höfuðklút, ein af henni með rauðvínsglas í hönd og önnur af henni með kókoshnetu.

Þá birti hún eina mynd af sér með kærasta sínum, fönk-tónlistarmanninum Van Hunt, þar sem þau lágu uppi í rúmi að borða snakk og loks eina af afmæliskökunni, girnilegri súkkulaðiköku.

Speglasjálfa, afmæliskaka og mömmu-umslag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.