Lýsing á leik Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. mars 2015 07:00 Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar