TiSA Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2015 07:00 TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar