Kominn tími á sætara þema Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 08:00 Úlfhildur skipuleggur Ljóðaslamm á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Vísir/Anton „Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013: Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er magnað að sjá hvað ungt fólk er opið og tilbúið til þess að hella sér út í að gera skemmtilega og skrítna hluti. Ekki var ég svona lífleg á þessum aldri,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún er einn skipuleggjenda áttunda Ljóðaslamms Borgarbókasafns Reykjavíkur sem fer fram sjötta febrúar. Á Ljóðaslammi flytur fólk frumsamin ljóð þar sem áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Fyrsta slammið var hið fræga ár 2008 þegar stúlkan sem sigraði söng um verðbréfadrenginn sem var að fara á hausinn. Það var í febrúar, svona skemmtileg forspá, eða kannski ekki skemmtileg en sniðugt hvernig hittist á,“ segir Úlfhildur. Nýtt þema er valið á hverju ári og þemu undanfarinna ára hafa til dæmis verið spenna, hrollur, væmni og bilun. Þemað í ár er sykur. „Ég er myrkraverkamanneskja og hrollvekjuaðdáandi þannig að þemun hafa oft verið svolítið dimm. Fólki fannst nóg um og kominn tími á að prófa eitthvað nýtt, eitthvað aðeins sætara,“ segir Úlfhildur hlæjandi. Skráning er hafin í gegnum netfangið ljodaslamm@borgarbókasafn.is. Sigurvegarar ljóðaslammsins árið 2014 og 2013:
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira