Bjarnakvöld í Reykholtskirkju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 15:30 Bjarni Guðráðsson hefur ugglaust frá ýmsu að segja. Löng og farsæl saga hljóðfæra og tónlistar í Reykholtskirkju í Borgarnesi verður rakin í fyrirlestri sem Bjarni Guðráðsson heldur í Reykholtskirkju á þriðjudagskvöld og hefst klukkan 20.30. Bjarni starfarði lengi sem organisti og söngstjóri í kirkjunni, auk þess að starfa ötullega að uppbyggingu í Reykholti síðustu áratugi. Þar ber hæst bygging Reykholtskirkju-Snorrastofu sem fært hefur staðnum virðuleik og reisn og verið viðspyrna á tímum erfiðra breytinga eftir að skólahaldi lauk í Reykholtsskóla. Bjarni er dóttursonur Bjarna Bjarnasonar á Skáney (1884-1979), sem gerði garðinn frægan við orgelleik og söngstjórn. Því starfi sinnti hann í Reykholtskirkju og víðar um Borgarfjarðarhérað frá unga aldri fram undir nírætt. Þess má vænta að afkomandi hans, Bjarni í Nesi hafi frá ýmsu að segja. Á dögunum varð Bjarni áttræður og af því tilefni bjóða Snorrastofa og Reykholtskirkja gestum á Bjarnakvöldi til kaffiveitinga í safnaðar- og sýningarsal Reykholtskirkju-Snorrastofu. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Löng og farsæl saga hljóðfæra og tónlistar í Reykholtskirkju í Borgarnesi verður rakin í fyrirlestri sem Bjarni Guðráðsson heldur í Reykholtskirkju á þriðjudagskvöld og hefst klukkan 20.30. Bjarni starfarði lengi sem organisti og söngstjóri í kirkjunni, auk þess að starfa ötullega að uppbyggingu í Reykholti síðustu áratugi. Þar ber hæst bygging Reykholtskirkju-Snorrastofu sem fært hefur staðnum virðuleik og reisn og verið viðspyrna á tímum erfiðra breytinga eftir að skólahaldi lauk í Reykholtsskóla. Bjarni er dóttursonur Bjarna Bjarnasonar á Skáney (1884-1979), sem gerði garðinn frægan við orgelleik og söngstjórn. Því starfi sinnti hann í Reykholtskirkju og víðar um Borgarfjarðarhérað frá unga aldri fram undir nírætt. Þess má vænta að afkomandi hans, Bjarni í Nesi hafi frá ýmsu að segja. Á dögunum varð Bjarni áttræður og af því tilefni bjóða Snorrastofa og Reykholtskirkja gestum á Bjarnakvöldi til kaffiveitinga í safnaðar- og sýningarsal Reykholtskirkju-Snorrastofu.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira