Semur, syngur, leikur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2015 12:00 "Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ segir Bragi. Vísir/Valli Barry and his Guitar er klukkutíma langur einleikur,“ segir Bragi Árnason leikari sem setur upp söngleik í Mengi að Óðinsgötu 2 í kvöld klukkan 21. Sjálfur er Bragi höfundur handrits og tónlistar og allra texta nema eins, sem er gömul velsk vögguvísa. Hann bregður sér líka í hin ýmsu hlutverk. Flutningurinn er á ensku og tekur tæpan klukkutíma. Bragi frumsýndi söngleikinn Barry and his Guitar í London fyrir ári og hefur flutt hann nokkrum sinnum síðan, meðal annars á Crouch End Festival síðastliðið vor. Áformað er að fara með hann á Edinborgarhátíðina 2015. Sagan segir af ungum manni sem vinnur á kaffihúsi í Hackney þar sem hann fær að troða upp reglulega en dreymir um að verða poppstjarna. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann lendir í klóm glæpaklíku eftir að hafa óvart móðgað vitgrannan son glæpakóngsins í Soho. „Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ lýsir Bragi. Hann kveðst hafa fengið aðstoð aðstandenda Moors Bar í London og vina sem hafi hjálpað honum að þróa verkið. Við uppsetninguna hér njóti hann fulltingis Heiðars Sumarliðasonar, leikskálds og leikstjóra. Bragi hefur búið í London í sjö ár við nám og störf. Nú í nóvember ferðaðist hann með fræðslusýningar gegn einelti í breska skóla og nefnir líka bráðfjöruga jólasýningu. „Oft eru þrjár sýningar á dag, sex daga vikunnar, keyrt á milli, sett upp svið, sungið og dansað,“ lýsir hann. Fyrir jól frumsýndi Bragi grínleikinn Euromen í Museum of Comedy í London, sem hann skrifaði ásamt Paul Croft. Á sömu sýningu kom fram fjöldi uppistandara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bragi lærði fiðluleik við Tónmenntaskólann í Reykjavík og klassískan söng við Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur stundað einkanám í gítarleik og komið fram á tónleikum í London og á Íslandi. Bragi útskrifaðist sem leikari frá Kogan Academy of Dramatic Art 2010. Strax á eftir bauðst honum hlutverk í leikriti Tennessee Williams, Moony‘s Kid Don‘t Cry, í King´s Head Theatre í London. Hann hefur leikið í söngleikjum, leikhúsuppfærslum, kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum og tekið þátt í leiklistarhátíðum á Bretlandi. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Barry and his Guitar er klukkutíma langur einleikur,“ segir Bragi Árnason leikari sem setur upp söngleik í Mengi að Óðinsgötu 2 í kvöld klukkan 21. Sjálfur er Bragi höfundur handrits og tónlistar og allra texta nema eins, sem er gömul velsk vögguvísa. Hann bregður sér líka í hin ýmsu hlutverk. Flutningurinn er á ensku og tekur tæpan klukkutíma. Bragi frumsýndi söngleikinn Barry and his Guitar í London fyrir ári og hefur flutt hann nokkrum sinnum síðan, meðal annars á Crouch End Festival síðastliðið vor. Áformað er að fara með hann á Edinborgarhátíðina 2015. Sagan segir af ungum manni sem vinnur á kaffihúsi í Hackney þar sem hann fær að troða upp reglulega en dreymir um að verða poppstjarna. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann lendir í klóm glæpaklíku eftir að hafa óvart móðgað vitgrannan son glæpakóngsins í Soho. „Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ lýsir Bragi. Hann kveðst hafa fengið aðstoð aðstandenda Moors Bar í London og vina sem hafi hjálpað honum að þróa verkið. Við uppsetninguna hér njóti hann fulltingis Heiðars Sumarliðasonar, leikskálds og leikstjóra. Bragi hefur búið í London í sjö ár við nám og störf. Nú í nóvember ferðaðist hann með fræðslusýningar gegn einelti í breska skóla og nefnir líka bráðfjöruga jólasýningu. „Oft eru þrjár sýningar á dag, sex daga vikunnar, keyrt á milli, sett upp svið, sungið og dansað,“ lýsir hann. Fyrir jól frumsýndi Bragi grínleikinn Euromen í Museum of Comedy í London, sem hann skrifaði ásamt Paul Croft. Á sömu sýningu kom fram fjöldi uppistandara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bragi lærði fiðluleik við Tónmenntaskólann í Reykjavík og klassískan söng við Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur stundað einkanám í gítarleik og komið fram á tónleikum í London og á Íslandi. Bragi útskrifaðist sem leikari frá Kogan Academy of Dramatic Art 2010. Strax á eftir bauðst honum hlutverk í leikriti Tennessee Williams, Moony‘s Kid Don‘t Cry, í King´s Head Theatre í London. Hann hefur leikið í söngleikjum, leikhúsuppfærslum, kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum og tekið þátt í leiklistarhátíðum á Bretlandi.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“