Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2015 21:00 Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.” Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.”
Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira