Á að sameina RÚV og Stöð 2? Ögmundur Jónasson skrifar 23. desember 2015 07:00 Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar