Stórsigur í baráttunni við ISIS Hrund Þórsdóttir skrifar 28. desember 2015 20:00 Íraski herinn hefur náð á sitt vald borginni Ramadi, sem verið hefur undir stjórn hryðjuverkasamtakanna Isis frá því í maí. Er áfanginn álitinn gríðarlega mikilvægur og fyrsti stóri sigur hersins í baráttunni við vígamennina undanfarið eitt og hálft ár. Sveitir íraska hersins og bandamanna hafa herjað á borgina síðustu daga og mætt harðri mótspyrnu vígamanna sem meðal annars hafa beitt leyniskyttum og sjálfsvígsárásum til að standa vörð um þetta mikilvæga vígi sitt. Ramadi er höfuðborg Anbar héraðsins, staðsett miðsvæðis í Írak um hundrað og tíu kílómetra vestur af Bagdad, og eftir því sem Írakar sóttu fram flúðu fleiri og fleiri vígamenn í norðausturátt. Stjórnarherinn náði svo í dag á sitt vald stjórnarbyggingum borgarinnar og fögnuðu hermenn innilega með vopn sín á lofti, er þeir drógu þar að húni íraska fánann, eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Með þessum áfanga er talið að búið sé að frelsa borgina og aðeins eigi eftir að yfirbuga vígamenn á nokkrum stöðum á svæðinu. Hafa þeir þar með beðið einn sinn mesta ósigur og misst frá sér mikilvægasta hernaðarsigur sinn á árinu tvö þúsund og fimmtán. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Íraski herinn hefur náð á sitt vald borginni Ramadi, sem verið hefur undir stjórn hryðjuverkasamtakanna Isis frá því í maí. Er áfanginn álitinn gríðarlega mikilvægur og fyrsti stóri sigur hersins í baráttunni við vígamennina undanfarið eitt og hálft ár. Sveitir íraska hersins og bandamanna hafa herjað á borgina síðustu daga og mætt harðri mótspyrnu vígamanna sem meðal annars hafa beitt leyniskyttum og sjálfsvígsárásum til að standa vörð um þetta mikilvæga vígi sitt. Ramadi er höfuðborg Anbar héraðsins, staðsett miðsvæðis í Írak um hundrað og tíu kílómetra vestur af Bagdad, og eftir því sem Írakar sóttu fram flúðu fleiri og fleiri vígamenn í norðausturátt. Stjórnarherinn náði svo í dag á sitt vald stjórnarbyggingum borgarinnar og fögnuðu hermenn innilega með vopn sín á lofti, er þeir drógu þar að húni íraska fánann, eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Með þessum áfanga er talið að búið sé að frelsa borgina og aðeins eigi eftir að yfirbuga vígamenn á nokkrum stöðum á svæðinu. Hafa þeir þar með beðið einn sinn mesta ósigur og misst frá sér mikilvægasta hernaðarsigur sinn á árinu tvö þúsund og fimmtán.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira