Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 16:58 Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahópnum Jasídum, voru hnepptar í ánauð af vígamönnum ISIS. Vísir/EPA Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30