Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Laurent Fabius, og aðrir ráðamenn franskir, hafa lagt allt undir til að ráðstefnan skili loftslagssamningi. Nordicphotos/AFP Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. Í ræðu á stuttum fundi við það tilefni, þar sem samningsdrögunum var dreift, sagði Fabius að búið væri að ná saman að mestu leyti um mikilvæg atriði, til dæmis hvernig standa skuli að aðlögun að loftslagsbreytingum. Enn á þó eftir að komast að niðurstöðu um fjármögnun aðgerða, eftirfylgni með markmiðum ríkja til lengri tíma og ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa. Drögin nú eru miklum mun skýrari en þau sem viðræðuhópur skilaði til þingsins um síðustu helgi og dregur betur fram kosti varðandi helstu ágreiningsefni. Fabius sagði að vel hefði miðað, en enn væri þó mikil vinna eftir á lokasprettinum. Ráðstefnunni lýkur á morgun, en Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, hefur sagt það næsta víst að þingað verði inn í helgina. Reynslan hafi sýnt frá fyrri ráðstefnum að sjaldnast er hjá því komist. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í fréttatilkynningu að það sé ánægjulegt að kominn sé skriður á viðræðurnar. „Tilfinningin er sú að nú þokist hratt í samkomulagsátt en björninn er þó ekki unninn. Þótt búið sé að landa mikilvægum atriðum er varða einstaka þætti samningsins á eftir að tengja þá saman og búa til heildarramma utan um nýtt samkomulag. Næstu sólarhringar fara í að sníða þennan ramma og ég er vongóð um að það takist.“ Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. Í ræðu á stuttum fundi við það tilefni, þar sem samningsdrögunum var dreift, sagði Fabius að búið væri að ná saman að mestu leyti um mikilvæg atriði, til dæmis hvernig standa skuli að aðlögun að loftslagsbreytingum. Enn á þó eftir að komast að niðurstöðu um fjármögnun aðgerða, eftirfylgni með markmiðum ríkja til lengri tíma og ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa. Drögin nú eru miklum mun skýrari en þau sem viðræðuhópur skilaði til þingsins um síðustu helgi og dregur betur fram kosti varðandi helstu ágreiningsefni. Fabius sagði að vel hefði miðað, en enn væri þó mikil vinna eftir á lokasprettinum. Ráðstefnunni lýkur á morgun, en Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, hefur sagt það næsta víst að þingað verði inn í helgina. Reynslan hafi sýnt frá fyrri ráðstefnum að sjaldnast er hjá því komist. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í fréttatilkynningu að það sé ánægjulegt að kominn sé skriður á viðræðurnar. „Tilfinningin er sú að nú þokist hratt í samkomulagsátt en björninn er þó ekki unninn. Þótt búið sé að landa mikilvægum atriðum er varða einstaka þætti samningsins á eftir að tengja þá saman og búa til heildarramma utan um nýtt samkomulag. Næstu sólarhringar fara í að sníða þennan ramma og ég er vongóð um að það takist.“
Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira