Trump lofar að fara hvergi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Donald Trump vill banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. vísir/EPA „Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira