Gjöf til barna landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:45 "Gjöfin nær til alls landsins og hefur áhrif til framtíðar,“ segir Guðný Dóra, forstöðumaður Gljúfrasteins. Vísir/Stefán „Við ætlum að gefa hefti með völdum textum úr mörgum bókum Halldórs Kiljan sem eiga að höfða til barna og henta til flutnings. Það er gert í tilefni þess að í dag eru 60 ár frá því hann veitti Nóbelsverðlaunum viðtöku,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins. Hún stendur fyrir viðburði í Varmárskóla í Mosfellsbæ í dag klukkan 13, ásamt Röddum, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Þar mun Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, afhenda gjöfina formlega og krakkarnir í skólanum leika og syngja.Baldur Sigurðsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, valdi efnið upphaflega árið 2002, ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur, að sögn Guðnýjar Dóru. Nú yfirfór hann það og gaf því nafnið Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness. Heftið er upp á 60 síður í PDF-formi og Guðný Dóra kveðst senda það í tölvupósti í alla skóla landsins. „Það er gaman fyrir okkur á Gljúfrasteini að vita til þess að nú getum við náð til allra barna á landinu og haft áhrif til framtíðar,“ segir hún og tekur fram að efnið sé aðgengilegt á heimasíðu safnsins. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að gefa hefti með völdum textum úr mörgum bókum Halldórs Kiljan sem eiga að höfða til barna og henta til flutnings. Það er gert í tilefni þess að í dag eru 60 ár frá því hann veitti Nóbelsverðlaunum viðtöku,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins. Hún stendur fyrir viðburði í Varmárskóla í Mosfellsbæ í dag klukkan 13, ásamt Röddum, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Þar mun Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, afhenda gjöfina formlega og krakkarnir í skólanum leika og syngja.Baldur Sigurðsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, valdi efnið upphaflega árið 2002, ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur, að sögn Guðnýjar Dóru. Nú yfirfór hann það og gaf því nafnið Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness. Heftið er upp á 60 síður í PDF-formi og Guðný Dóra kveðst senda það í tölvupósti í alla skóla landsins. „Það er gaman fyrir okkur á Gljúfrasteini að vita til þess að nú getum við náð til allra barna á landinu og haft áhrif til framtíðar,“ segir hún og tekur fram að efnið sé aðgengilegt á heimasíðu safnsins.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira