„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:47 Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vísir Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“ Alþingi Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“
Alþingi Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira