Fjölmenni við jarðarför Fidda Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 14:52 Fiddi kveður. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull þegar sonur Hafnarfjarðar, Friðrik Oddsson, var jarðsunginn. visir/stefán/bergur ólafsson Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08
Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00
Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36