Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2015 10:00 Fiddi vissi að hann var dauðvona og hafði valið lögin við jarðarförina. Logi hefur gengið frá útförinni. visir/Stefán/Vilhelm/Bergur Ólafsson Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika. Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika.
Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08