Loftslagssamningur samþykktur í París Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 18:50 Mótmælendur fönguðu í París þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. VÍSIR/GETTY IMAGES Samningur sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. Samningurinn er afsprengi tveggja vikna samningaviðræðna og var samþykktur af fulltrúum allra 195 ríkjanna sem sóttu ráðstefnuna. Ríkin skuldbinda sig öll til að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda og er lagalega bindandi. Í samningnum er jafnframt sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tveimur gráðum, en reyna jafnframt að halda hækkuninni undir 1,5 gráðu. Þá verða 100 milljarðar Bandaríkjadala lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. Þá er þess einnig getið í samningnum að á fimm ára fresti verði kannað hvernig ríkjunum gengur með loftslagsáætlanir sína. Hins vegar féll út úr drögunum sem lágu fyrir fundinum tímalína þar sem útlistað var hvernig ríki heims ættu að skipta út jarðefnaeldsneyti á seinni hluta aldarinnar. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum. Þrátt fyrir að allir fulltrúarnir sem sóttu þingið hafi ekki verið fullkomlega sáttir með niðurstöðuna markar einróma samþykktin þó ákveðin tímamót. „Þessi texti er besta mögulega jafnvægið,“ sagði utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, að þessu tilefni en hann var forseti ráðstefnunnar. „Jafnvægi sem er öflugt en um leið viðkvæmt og gerir öllum sendinefndum, öllum ríkjum, kleift að ganga héðan út með höfuðið hátt eftir að hafa afreka eitthvað mikilvægt.“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstöðurnar lágu fyrir á sjöunda tímanum í kvöld.Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C;Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti;Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna;Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það;Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótó-bókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari;Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður Í lokalotu viðræðnanna var einkum tekist á um þrjú atriði: Metnaðarstig og eftirfylgni markmiða ríkja; sanngjarna ábyrgðarskiptingu þróaðra ríkja og þróunarlanda; og fjármögnun aðgerða og stuðning við þróunarríki.#ParisAgreement is adopted in #Paris at #COP21! #GoCOP21 pic.twitter.com/9wCxyshWa7— COP21en (@COP21en) December 12, 2015 Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Samningur sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. Samningurinn er afsprengi tveggja vikna samningaviðræðna og var samþykktur af fulltrúum allra 195 ríkjanna sem sóttu ráðstefnuna. Ríkin skuldbinda sig öll til að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda og er lagalega bindandi. Í samningnum er jafnframt sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tveimur gráðum, en reyna jafnframt að halda hækkuninni undir 1,5 gráðu. Þá verða 100 milljarðar Bandaríkjadala lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. Þá er þess einnig getið í samningnum að á fimm ára fresti verði kannað hvernig ríkjunum gengur með loftslagsáætlanir sína. Hins vegar féll út úr drögunum sem lágu fyrir fundinum tímalína þar sem útlistað var hvernig ríki heims ættu að skipta út jarðefnaeldsneyti á seinni hluta aldarinnar. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum. Þrátt fyrir að allir fulltrúarnir sem sóttu þingið hafi ekki verið fullkomlega sáttir með niðurstöðuna markar einróma samþykktin þó ákveðin tímamót. „Þessi texti er besta mögulega jafnvægið,“ sagði utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, að þessu tilefni en hann var forseti ráðstefnunnar. „Jafnvægi sem er öflugt en um leið viðkvæmt og gerir öllum sendinefndum, öllum ríkjum, kleift að ganga héðan út með höfuðið hátt eftir að hafa afreka eitthvað mikilvægt.“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstöðurnar lágu fyrir á sjöunda tímanum í kvöld.Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C;Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti;Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna;Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það;Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótó-bókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari;Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður Í lokalotu viðræðnanna var einkum tekist á um þrjú atriði: Metnaðarstig og eftirfylgni markmiða ríkja; sanngjarna ábyrgðarskiptingu þróaðra ríkja og þróunarlanda; og fjármögnun aðgerða og stuðning við þróunarríki.#ParisAgreement is adopted in #Paris at #COP21! #GoCOP21 pic.twitter.com/9wCxyshWa7— COP21en (@COP21en) December 12, 2015
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30
COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent