Hvað felst í jólagjöf? Eva Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun