Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:50 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00