Varkár á negldum skóm við sorphirðu í bænum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Guðrún Magnea ekur öskubílnum, en gefur sér tíma til að fara út og hjálpa til þegar þörf er á. Vísir/Vilhelm „Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist. Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira