Leit tveggja einstaklinga að lausn í hverfulum heimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:30 "Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant en tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari,“ segir Guðjón. Vísir/Anton Brink „Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira