Næturlífið kostaði Manziel starfið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 18:45 Johnny Manziel er enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Vísir/Getty Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“ NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira